Greiðara aðgengi að heilsugæslu, lækkun greiðsluþátttöku sjúklinga, framkvæmdir við nýjan Landspítala, öflugri göngudeildarþjónusta, styrking heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni, uppbygging hjúkrunarrýma og bætt geðheilbrigðisþjónusta, – þetta eru megináherslurnar á sviði heilbrigðismála sem birtast í fjárlagafrumvarpi ársins 2019. Hækkun framlaga til heilbrigðismála nemur 12,6 milljörðum króna að frátöldum launa- og verðlagshækkunum.