Áformað er að verja um 5,8 milljörðum króna á næstu fimm árum til að fækka einbreiðum brúm í vegakerfinu og bæta þar með umferðaröryggi. Stefnt er að því að einbreiðum brúm á Hringveginum fækki um nær helming á tímabilinu, og verði 22 árið 2024 í stað 36 nú. Alls fækkar einbreiðum brúm um 34 á tímabilinu.