Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að veita Píeta-samtökunum 6 milljónir króna á þessu ári til að efla forvarnastarf samtakanna gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða. Jafnframt mun ráðherra tryggja 12 milljóna króna fjármagn fyrir stöðu verkefnastjóra sjálfsvígsforvarna hjá embætti landlæknis út næsta ár.