Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að fela heilsugæslunni að annast skimun fyrir leghálskrabbameinum og að skimun fyrir brjóstakrabbameini verði á hendi Landspítala og Sjúkrahússins á Akureyri þegar samningur Sjúkratrygginga Íslands við Krabbameinsfélag Íslands rennur út í lok árs 2020.