Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Dagur B. Eggertsson undirrituðu samstarfsyfirlýsingu og samning um þáttöku þjónustumiðstöðva velferðarsviðs í verkefnum geðheilsuteyma heilsugæslunnar í Reykjavík. Samningurinn markar tímamót sem enginn vafi er á að muni efla og bæta þjónustu geðheilsuteymanna fyrir notendur að sögn Svandísar.