Frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um þungunarrof var samþykkt sem lög frá Alþingi. Markmið laganna er að tryggja að sjálfsforræði kvenna sem óska eftir þungunarrofi sé virt með því að veita þeim öruggan aðgang að heilbrigðisþjónustu í samræmi við ákvæði laganna.