Samstarf Íslands, Danmerkur og Noregs á sviði lyfjamála hefur verið staðfest með undirritun samkomulags. Lægra lyfjaverð, öruggara framboð lyfja og þar með aukið öryggi sjúklinga er sá ávinningur sem stefnt er að með samstarfinu. Með þessu eru orðin að veruleika áform um samvinnu sem hafa verið á dagskrá í norrænu samstarfi um langt árabil.