Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur staðfest tillögur valnefndar um verkefnastyrki sem veittir eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024. Að þessu sinni var 30 milljónum króna úthlutað vegna fjarvinnslustöðva. Alls bárust 16 umsóknir um styrki að fjárhæð rúmar 180 m.kr. Samningar vegna styrkjanna verða undirritaðir á næstu dögum.Markmiðið með framlögum vegna fjarvinnslustöðva er annars vegar að koma opinberum gögnum á stafrænt form og hins vegar að fjölga atvinnutækifærum á landsbyggðinni.