Móðurmál hefur um áratugaskeið stuðlað að móðurmálskennslu fyrir börn af erlendum uppruna. Starfræktir eru margir tungumálahópar fyrir börn og ungmenni af erlendum uppruna á Íslandi og um 500 börn eru í virkum tengslum við samtökin. Með samkomulaginu er tryggt að börnunum bjóðist aðstoð við heimanám og stuðningur við móðurmál á meðan samkomubannið er í gildi og takmörkun á skólastarfi og einnig viðeigandi aðstoð og stuðningur þegar skólahald verður með eðlilegum hætti á ný.