Velferðarmál

Mennta - og menningarmál

Jafnréttismál

Öruggara net- og tækniumhverfi fyrir íslensk börn

Share on facebook
Share on twitter

SAFT – samfélag, fjölskylda og tækni er mikilvægt vakningarátak um örugga tækninotkun barna og unglinga á Íslandi. Samningur er við ríkisstjórnina um stuðning við starfsemi verkefnisins til ársloka 2020 og fór undirritunin fram í Klettaskóla í Reykjavík. Klettaskóli er sérskóli á grunnskólastigi sem starfað hefur frá árinu 2011.

Að samningnum standa félagsmálaráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti annars vegar og hins vegar landssamtök foreldra Heimili og skóli, Rauði krossinn, Ríkislögreglustjóri og Barnaheill – Save the Children á Íslandi. Verkefnið er hluti af netöryggisþætti samgönguáætlunar Evrópusambandsins. 

Samningurinn sem undirritaður var snýr að rekstri SAFT-verkefnisins á Íslandi en vitundarvakning þess um örugga og jákvæða notkun netsins og annarra nýmiðla snýr ekki aðeins að börnum og ungmennum heldur einnig foreldrum, kennurum, fjölmiðlum og þeim sem starfa við upplýsingatækni. 

Nánar má fræðast um SAFT og mikilvægi netöryggismála á heimasíðunni www.saft.is.

Annar árangur á sama sviði

Styrkur til Samtakanna ’78

Frumvörp til nýrra jafnréttislaga samþykkt á Alþingi

Lög um sanngirnisbætur til fólks sem á barnsaldri sætti misgjörðum á stofnunum fyrir fötluð börn samþykkt.

Réttindi trans og intersex fólks og barna sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni samþykkt á Alþingi

Bætt aðgengi framhaldsskólanema að geðheilbrigðisþjónustu

Ísland setur 90 milljónir í Neyðarsjóð Sameinuðu þjóðanna

3 milljarða kr. aukning til háskóla- og rannsóknastarfsemi

Menntanet sett á fót á Suðurnesjum

Ísland upp um fjögur sæti á Regnbogakortinu