Share on facebook
Share on twitter

Jarðstrengjavæðingu dreifikerfis raforku verði flýtt um áratug

Jarðstrengjavæðingu dreifikerfis raforku verður flýtt um áratug samkvæmt tillögum átakshóps ríkisstjórnarinnar um úrbætur í innviðum. Hópurinn var skipaður í kjölfar fárviðrisins sem gekk yfir landið í desember síðastliðnum.

Samkvæmt núverandi áætlunum lýkur jarðstrengjavæðingunni eftir 15 ár eða árið 2035. Lagt er til að verkið verði unnið þrefalt hraðar eða á 5 árum. Því verði þannig að mestu lokið 2025.

Þrífösun verður innleidd samhliða jarðstrengjavæðingunni.

Áætlað er að jarðstrengjavæðingin muni fækka truflunum í dreifikerfinu um 85% og að þær verði að mestu óháðar veðri.

Önnur afrek á sama sviði

Bætt aðgengi íbúa Austurlands að þjónustu sérgreinalækna

3 milljarða króna aukning til loftslagsmála

3 milljarða kr. aukning til háskóla- og rannsóknastarfsemi

Stóraukin framlög í varnir gegn náttúruvá

Jarðamál forsætisráðherra orðin að lögum

Lagningu jarðstrengs yfir Kjöl lokið

Menntanet sett á fót á Suðurnesjum

Átta nýjar stöðugleikaaðgerðir sem styðja við Lífskjarasamninginn

Ný vísinda- og tæknistefna – framlög í samkeppnissjóði vaxa um helming