Jarðstrengjavæðingu dreifikerfis raforku verður flýtt um áratug samkvæmt tillögum átakshóps ríkisstjórnarinnar um úrbætur í innviðum. Hópurinn var skipaður í kjölfar fárviðrisins sem gekk yfir landið í desember síðastliðnum.
Samkvæmt núverandi áætlunum lýkur jarðstrengjavæðingunni eftir 15 ár eða árið 2035. Lagt er til að verkið verði unnið þrefalt hraðar eða á 5 árum. Því verði þannig að mestu lokið 2025.
Þrífösun verður innleidd samhliða jarðstrengjavæðingunni.
Áætlað er að jarðstrengjavæðingin muni fækka truflunum í dreifikerfinu um 85% og að þær verði að mestu óháðar veðri.