Umhverfismál

Hraðhleðslustöðvar settar upp hringinn í kringum landið

Share on facebook
Share on twitter

Settar verða upp nýjar hraðhleðslustöðvar vítt og breitt um landið og eru nýju stöðvarnar þrisvar sinnum aflmeiri en öflugustu stöðvarnar sem fyrir eru hérlendis.

Verkefnið er hluti af aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum og uppbyggingu innviða vegna orkuskipta í samgöngum. Stöðvarnar tilheyra nýrri kynslóð hraðhleðslustöðva og er um að ræða 150kW hleðslustöðvar. Öflugustu stöðvarnar hér á landi hafa hingað til verið 50kW og flestar eru 22kW. Gert er ráð fyrir a.m.k. helmings mótframlagi framkvæmdaraðila og nemur heildarfjárfesting verkefnanna því 450 milljónum króna hið minnsta. Alls verða nýju stöðvarnar 43 talsins.

Annar árangur á sama sviði

Áform um friðlýsingu Borgarvogs í Borgarbyggð

Bann við afhendingu plastburðarpoka tekur gildi

Ráðist í uppbyggingu innviða á nýfriðlýstum svæðum

Ný gestastofa og starfsstöð náttúruverndarsvæða í Mývatnssveit

24 aðgerðir í átt að hringrásarhagkerfi

Styrkir til fráveituframkvæmda sveitarfélaga

Frumvarp um Hálendisþjóðgarð lagt fram á Alþingi.

Ný metnaðarfull markmið í loftslagsmálum

Bætt aðgengi íbúa Austurlands að þjónustu sérgreinalækna