Grænfánaskólar eflast og áhersla lögð á fræðslu um loftslagsbreytingar

Share on facebook
Share on twitter

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, hafa undirritað þriggja ára styrktarsamning vegna Skóla á grænni grein, eða Grænfánaverkefnisins svokallaða. Skólar á grænni grein (e. Eco-Schools) er alþjóðlegt umhverfismenntarverkefni sem miðar m.a. að því að efla sjálfbærnimenntun, umhverfisvitund og samfélagskennd, veita nemendum menntun og færni til þess að fást við umhverfismál og styðja við umhverfisstefnur skóla.