Share on facebook
Share on twitter

Aðgerðaráætlun um heilbrigðismál fanga

Dómsmála- og heilbrigðisráðherra hafa samþykkt aðgerðaráætlun um aðgerðir í heilbrigðismálum í fangelsum og úrræðum vegna vímuefnavanda fanga.

Aðgerðaráætlunin felur í sér viðamiklar breytingar er lúta að heilbrigðisþjónustu fanga og úrræðum vegna vímuefnavanda í fangelsum landsins. Afar mikilvægt er að tryggja eftirfylgni með þeim aðgerðum sem hópurinn leggur til. Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að endurskipa í starfshópinn  og veita honum umboð til að starfa áfram  til að styðja við og fylgja eftir innleiðingu aðgerðaráætlunarinnar og gera tillögur til breytinga ef þörf krefur. Unnið verður að því innan beggja ráðuneyta að tryggja fjármagn í samræmi við lög um opinber fjármál.

Aðgerðaráætlunin felur í sér þrjár meginaðgerðir, þ.e. eflingu heilbrigðisþjónustu, skilgreiningu verklags og ábyrgðar í innri starfsemi fangelsanna vegna breytinga á heilbrigðisþjónustu og þarfagreiningu og aðgerðaráætlun til að sporna við dreifingu og neyslu vímugjafa á Litla Hrauni.

Hér má finna aðgerðaráætlunina

Önnur afrek á sama sviði

Breyttar reglur um greiðslur fyrir þjónustu sjúkraþjálfara

Bætt aðgengi íbúa Austurlands að þjónustu sérgreinalækna

Frítekjumark námsmanna fimmfaldað: Menntasjóður námsmanna kemur til móts við samfélagið

Hlutdeildarlán sem auðvelda tekjulágum einstaklingum að eignast fyrstu íbúð samþykkt á Alþingi

Eldri borgarar með takmörkuð eða engin lífeyrisréttindi fá félagslegan viðbótarstuðning

Styrkir til kaupa á sérútbúnum bifreiðum hækkaðir um 20%

Breyting á lögum liðkar fyrir rafbílavæðingu landsins

3.000 sumarstörf fyrir námsmenn

Atvinnumál, menntaúrræði og aðgerðir fyrir atvinnuleitendur og námsmenn