Share on facebook
Share on twitter

500 milljónir króna til Loftslagssjóðs á 5 árum

Stofnun Loftslagssjóðs er ein af aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum. Alls verður um 500 milljónum króna varið til Loftslagssjóðs á fimm árum og þar af verða 140 milljónir króna til ráðstöfunar í fyrstu úthlutun. Um er að ræða nýjan samkeppnissjóð sem heyrir undir umhverfis- og auðlindaráðherra en Rannís hefur umsjón með sjóðnum. Öllum er heimilt að sækja um í sjóðinn.

Stjórn Loftslagssjóðs skipar fagráð sem metur styrkhæfi umsókna. Meðal þess sem haft verður til hliðsjónar eru jákvæð áhrif verkefnisins á loftslag, hvort það hafi jákvæð samfélagsleg áhrif, nýnæmi verkefnisins og hvort það muni nýtast víða í samfélaginu.

Önnur afrek á sama sviði

Bætt aðgengi íbúa Austurlands að þjónustu sérgreinalækna

3 milljarða króna aukning til loftslagsmála

3 milljarða kr. aukning til háskóla- og rannsóknastarfsemi

Stóraukin framlög í varnir gegn náttúruvá

Jarðamál forsætisráðherra orðin að lögum

Lagningu jarðstrengs yfir Kjöl lokið

Menntanet sett á fót á Suðurnesjum

Átta nýjar stöðugleikaaðgerðir sem styðja við Lífskjarasamninginn

Ný vísinda- og tæknistefna – framlög í samkeppnissjóði vaxa um helming