Stofnun Loftslagssjóðs er ein af aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum. Alls verður um 500 milljónum króna varið til Loftslagssjóðs á fimm árum og þar af verða 140 milljónir króna til ráðstöfunar í fyrstu úthlutun. Um er að ræða nýjan samkeppnissjóð sem heyrir undir umhverfis- og auðlindaráðherra en Rannís hefur umsjón með sjóðnum. Öllum er heimilt að sækja um í sjóðinn.
Stjórn Loftslagssjóðs skipar fagráð sem metur styrkhæfi umsókna. Meðal þess sem haft verður til hliðsjónar eru jákvæð áhrif verkefnisins á loftslag, hvort það hafi jákvæð samfélagsleg áhrif, nýnæmi verkefnisins og hvort það muni nýtast víða í samfélaginu.