Umhverfismál

Efnahagsmál

4,6 milljarðar til ferðaþjónustunnar auk almennra aðgerða

Share on facebook
Share on twitter

Ávísanir til landsmanna vegna ferðalaga innanlands, kröftugt alþjóðlegt markaðsátak og afnám gistináttaskatts út næsta ár eru meðal þeirra aðgerða í þágu íslenskrar ferðaþjónustu vegna COVID-19 sem ríkisstjórnin kynnti í dag. 

Kapp er lagt á að Ísland verði með fyrstu löndum til að byggja aftur upp eftirspurn í ferðaþjónustu. Í því skyni er þegar hafinn undirbúningur að kröftugu alþjóðlegu markaðsátaki í samvinnu við Íslandsstofu.

Stjórnvöld, ferðaþjónustan og almenningur þurfa einnig að taka höndum saman um að auka ferðalög innanlands. Í þeim tilgangi hefur ríkisstjórnin ákveðið að gefa landsmönnum 1,5 milljarða króna til að verja til ferðalaga innanlands. Átakið verður útfært nánar í samráði við Samtök ferðaþjónustunnar. 

Þá verður gistináttaskatturinn afnuminn út næsta ár, til ársloka 2021.

Þessar þrjár aðgerðir fela í sér alls 4,6 milljarða innspýtingu til ferðaþjónustunnar.

Annar árangur á sama sviði

Áform um friðlýsingu Borgarvogs í Borgarbyggð

Bann við afhendingu plastburðarpoka tekur gildi

Ráðist í uppbyggingu innviða á nýfriðlýstum svæðum

Ný gestastofa og starfsstöð náttúruverndarsvæða í Mývatnssveit

24 aðgerðir í átt að hringrásarhagkerfi

Styrkir til fráveituframkvæmda sveitarfélaga

Frumvarp um Hálendisþjóðgarð lagt fram á Alþingi.

Ný metnaðarfull markmið í loftslagsmálum

Bætt aðgengi íbúa Austurlands að þjónustu sérgreinalækna