Ný jafnréttislög fjalla annars vegar um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna og hins vegar um stjórnsýslu jafnréttismála. Markmiðið er að koma í veg fyrir mismunun á grundvelli kyns og koma á og viðhalda jafnrétti og jöfnum tækifærum kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Ný stjórnsýsla gildir nú á sviði jafnréttismála og nær til starfa Jafnréttisstofu og kærunefndar jafnréttismála. Stjórnsýsla jafnréttismála er efld og jöfn meðferð í víðum skilningi nýtur betri verndar. Skerpt hefur verið á ákvæðum um jafnlaunavottun og jafnlaunastaðfestingu.