Lög um sanngirnisbætur til fólks sem á barnsaldri sætti misgjörðum á stofnunum fyrir fötluð börn samþykkt í desember 2020. Nú er því unnt að ljúka bótauppgjöri vegna fatlaðs fólks sem var vistað á barnsaldri á stofnunum sem hið opinbera bar ábyrgð á en slíkt hefur þegar verið gert hvað varðar vistun á Kópavogshæli. Áætlaður kostnaður við verkefnið er 414 til 469 milljónir króna en talið er að bæturnar taki til 80 til 90 einstaklinga.