Framlög úr ríkissjóði í þágu umhverfismála hafa aukist um 47% á verðlagi ársins 2020, á tímabilinu 2017 til og með árinu 2021. Gert er ráð fyrir að fjármunir til loftslagsmála muni hafa aukist um 13,9 milljarða frá 2017 til 2025, að meðtaldri þeirri aukningu sem birtist í fjármálaáætlun sem nú hefur verið lögð fyrir Alþingi. Þetta er hækkun um þrjá milljarða króna frá fyrri áætlun. Á sama tímabili fara 10,5 milljarðar króna aukalega til náttúruverndar og ríflega 10,6 milljarðar króna til viðbótar í ofanflóðavarnir og til eflingar vöktunar vegna náttúruvár. Þá er í fjármálaáætlun gert ráð fyrir að verja 4,5 milljörðum króna í fráveituframkvæmdir sveitarfélaga og til eflingar hringrásarhagkerfinu.