Velferðarmál

Örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegar fá 20.000 króna eingreiðslu vegna COVID-19

Share on facebook
Share on twitter

Örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegar, sem eiga rétt á orlofsuppbót á árinu 2020, fá 20.000.kr eingreiðslu til viðbótar vegna þeirra áhifa sem COVID-19 faraldurinn hefur haft. Tillaga þess efnis var samþykkt á Alþingi í gær sem hluti af aðgerðarpakka stjórnvalda vegna COVID-19. Jafnframt var gerð breyting á lögum um almannatryggingar til að þessi greiðsla gæti farið fram. Greiðslan kemur til framkvæmda þann 1. júní næstkomandi.

Greiðslan kemur til viðbótar við þá orlofsuppbót sem örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegar eiga rétt á í ár og telst ekki til tekna þeirra. Hún mun þar af leiðandi ekki skerða aðrar greiðslur til hópsins. Miðað er við að um það bil 20.000 örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegar uppfylli skilyrðið um rétt á orlofsuppbót á árinu 2020 og er kostnaður ríkissjóðs vegna aðgerðarinnar áætlaður um 400 milljónir króna. 

Annar árangur á sama sviði

Frítekjumark námsmanna fimmfaldað: Menntasjóður námsmanna kemur til móts við samfélagið

600 mánaðarlaun til viðbótar til listamanna

Samtökin ´78 fá styrk til að styðja enn betur við börn og ungmenni

Hlutdeildarlán sem auðvelda tekjulágum einstaklingum að eignast fyrstu íbúð samþykkt á Alþingi

Eldri borgarar með takmörkuð eða engin lífeyrisréttindi fá félagslegan viðbótarstuðning

Styrkir til kaupa á sérútbúnum bifreiðum hækkaðir um 20%

Breyting á lögum liðkar fyrir rafbílavæðingu landsins

Frumvörp um framhald hlutastarfaleiðar og aukinn stuðning við fyrirtæki samþykkt í ríkisstjórn

3.000 sumarstörf fyrir námsmenn