Verkefnið er hluti af aðgerðaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum og uppbyggingu innviða vegna orkuskipta í samgöngum.
Orkuskipti í samgöngum eru meginforsenda þess að Ísland geti staðið við skuldbindingar í loftslagmálum. Því er jákvætt að sjá að orkuskiptin fara vel af stað hérlendis, en á dögunum var greint frá því að aldrei hafa fleiri nýir rafbílar verið skráðir hér á landi en í janúar sl. Á sama tíma hefur skráning á dísil- og bensínbílum dregist umtalsvert saman. Til marks um þetta hefur aðeins ein þjóð í heiminum, Noregur, hærra hlutfall en Ísland í nýskráningum rafbíla.