- Skrifað undir samkomulag um endurskoðun á samningi um starfsskilyrði framleiðenda garðyrkjuafurða.
- Framleiðsla á íslensku grænmeti aukist um 25% á næstu þremur árum til að auka markaðshlutdeild innlendrar framleiðslu.
- Íslensk garðyrkja verði að fullu kolefnisjöfnuð eigi síðar en árið 2040.
- Aukið fjármagn í að niðurgreiða flutnings- og dreifikostnað rafmagns og fyrirkomulag einfaldað.
- Mælaborð landbúnaðarins sett á fót til að hafa yfirsýn yfir framleiðslu, sölu og birgðir í landinu.
- Aukið fjármagn til aðlögunar að lífrænum framleiðsluháttum í garðyrkju.
- Árlegt framlag stjórnvalda til samningsins hækkar um 200 milljónir króna strax á þessu ári og gildir út árið 2026.