Velferðarmál

Heilbrigðismál

Aðgerðaráætlun um heilbrigðismál fanga

Share on facebook
Share on twitter

Dómsmála- og heilbrigðisráðherra hafa samþykkt aðgerðaráætlun um aðgerðir í heilbrigðismálum í fangelsum og úrræðum vegna vímuefnavanda fanga.

Aðgerðaráætlunin felur í sér viðamiklar breytingar er lúta að heilbrigðisþjónustu fanga og úrræðum vegna vímuefnavanda í fangelsum landsins. Afar mikilvægt er að tryggja eftirfylgni með þeim aðgerðum sem hópurinn leggur til. Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að endurskipa í starfshópinn  og veita honum umboð til að starfa áfram  til að styðja við og fylgja eftir innleiðingu aðgerðaráætlunarinnar og gera tillögur til breytinga ef þörf krefur. Unnið verður að því innan beggja ráðuneyta að tryggja fjármagn í samræmi við lög um opinber fjármál.

Aðgerðaráætlunin felur í sér þrjár meginaðgerðir, þ.e. eflingu heilbrigðisþjónustu, skilgreiningu verklags og ábyrgðar í innri starfsemi fangelsanna vegna breytinga á heilbrigðisþjónustu og þarfagreiningu og aðgerðaráætlun til að sporna við dreifingu og neyslu vímugjafa á Litla Hrauni.

Hér má finna aðgerðaráætlunina

Annar árangur á sama sviði

Aðgerðaáætlun um endurhæfingu til fimm ára

​Stórfjölgun hjúkrunarrýma á næsta ári

Samningur um stóraukna heimahjúkrun í Reykjavík

Samningur um byggingu 64 rýma hjúkrunarheimilis við Boðaþing í Kópavogi.

Hjúkrunardeild fyrir heimilislaust fólk sett á fót árið 2021.

Styrkur fyrir sérnám ráðgjafa á sviði heilabilunar.

Bætt aðgengi framhaldsskólanema að geðheilbrigðisþjónustu

Ísland setur 90 milljónir í Neyðarsjóð Sameinuðu þjóðanna

Nýtt hjúkrunarheimili fyrir 60 íbúa á Akureyri