Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og Inger Andersen, framkvæmdastjóri Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNEP) hafa undirritað viljayfirlýsingu um samstarf Íslands og UNEP á sviði landgræðslu. Í yfirlýsingunni er sérstök áhersla lögð á þróunarríki í Afríku.