Viðurkenningu komið á fyrir plastlausa lausn

Share on facebook
Share on twitter

Bláskelin er ný viðurkenning umhverfis- og auðlindaráðuneytisins fyrir framúrskarandi plastlausa lausn. Stofnað var til Bláskeljarinnar í því skyni að hvetja til plastlausra lausna í íslensku samfélagi og er viðurkenningin liður í aðgerðum umhverfis- og auðlindaráðherra til að draga úr plastmengun.

Niðurstaða dómnefndar þegar verðlaunin voru veitt í fyrsta sinn var að sú lausn sem Brugghúsið Segull 67 á Siglufirði nýtir væri framúrskarandi en fyrirtækið notar kippuhringi úr lífrænum efnum sem til falla í stað plasts. Hringirnir eru úr bygg- og hveitihrati. Dómnefndin lagði áherslu á að lausnin hefði möguleika á að komast í almenna notkun og að nýnæmi lausnarinnar hér á landi hefði vegið þungt. Fjölmargar tilnefningar bárust um margvíslegar plastlausar lausnir vítt og breitt um landið.