Loftslagsávinningur af kolefnisbindingu og endurheimt votlendis eykst verulega með aðgerðum sem Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, kynntu. Kolefnisbinding víðs vegar um landið verður aukin til muna og er hún annar meginþáttur aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum.