Á meðal verkefna stýrihópsins er að fylgja eftir framkvæmd aðgerðaáætlunar um meðferð kynferðisbrota innan réttarvörslukerfisins. Í því sambandi hefur dómsmálaráðuneytið þegar veitt fjármagni til níu lögreglustjóraembætta til að fjölga stöðugildum og til stendur að leggja fjármagn í kaup á tækni- og upplýsingabúnaði annars vegar og til að bæta menntun og endurmenntun lögreglumanna/ákærenda hins vegar.