Vatnasvið Jökulsár á Fjöllum fyrsta svæðið sem friðlýst er gegn orkuvinnslu

Share on facebook
Share on twitter

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur undirritað friðlýsingu vatnasviðs Jökulsár á Fjöllum í samræmi við lög um verndar- og orkunýtingaráætlun (rammaáætlun). Þetta er fyrsta friðlýsing svæðis í verndarflokki rammaáætlunar og markar því tímamót. Undirritunin fór fram í Ásbyrgi og er hluti af átaki stjórnvalda í friðlýsingum.

Rammaáætlun var samþykkt á Alþingi árið 2013. Ef virkjunarkostur er flokkaður í verndarflokk rammaáætlunar eiga stjórnvöld að hefja undirbúning að friðlýsingu viðkomandi landsvæða gegn orkuvinnslu. Það hefur þó ekki verið gert fyrr en nú.