Vatnajökulsþjóðgarður hefur verið stækkaður og svæðið sem tilheyrt hefur Herðubreiðarfriðlandi frá 1974 er nú hluti af þjóðgarðinum. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritaði reglugerð þess efnis við Þorsteinsskála í Herðubreiðarlindum í júní 2019. Við þjóðgarðinn bætist einnig stærri hluti Ódáðahrauns en þar er m.a. að finna Kollóttudyngju, Eggert og Bræðrafell.
Stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs er mikilvægt skref í náttúruvernd. Með breytingunum bætast 560 km2 við þjóðgarðinn en það er ríflega hálft prósent landsins.