Utanríkisráðuneytið hlýtur jafnlaunavottun

Share on facebook
Share on twitter

Utanríkisráðuneytið hefur hlotið jafnlaunavottun frá Vottun hf. sem er staðfesting þess að jafnlaunakerfi ráðuneytisins samræmist kröfum jafnlaunastaðalsins. Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra og Sturla Sigurjónsson ráðuneytisstjóri veittu í dag viðtöku skírteini þessu til staðfestingar ásamt þeim Önnu Ósk Kolbeinsdóttur mannauðs- og launafulltrúa og Berglindi Bragadóttur stjórnarráðsfulltrúa.  Davíð Lúðvíksson úttektarmaður afhenti skírteinið fyrir hönd Vottunar hf.