Umhverfismál

Undirbúningur fyrir hálendisþjóðgarð í fullum gangi

Share on facebook
Share on twitter

Undirbúningur fyrir stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu er í fullum gangi. Þverpólítísk nefnd um stofnun þjóðgarðsins var skipuð af umhverfis- og auðlindaráðherra í apríl 2018 í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og skilar af sér tillögum í desember 2019 . Nefndinni er meðal annars ætlað að skilgreina mörk þjóðgarðsins og setja fram áherslur um skiptingu landssvæða innan hans í verndarflokka.

Við störf nefndarinnar hefur mikil áhersla verið lögð á samráð við helstu hagsmunaaðila, þ.m.t. sveitarfélög. Haldnir hafa verið kynningar- og samráðsfundir bæði með sveitarstjórnarfólki á hverju landsvæði sem og með íbúum og hagaðilum, opnir kynningarfundir af sama toga hafa verið haldnir í Reykjavík og nefndin hefur kynnt á samráðsgátt stjórnvalda hugmyndir að ákveðnum þáttum sem hún hefur fjallað um. Auk þess voru í byrjun árs haldnir fundir um land allt með samtals 24 sveitarfélögum og hagaðilum sem þau kölluðu til. Þessir fundir voru ætlaðir til að afla upplýsinga og leita eftir sjónarmiðum og áherslumálum á hverju og einu landsvæði sem snýr að miðhálendi Íslands.

Annar árangur á sama sviði

Áform um friðlýsingu Borgarvogs í Borgarbyggð

Bann við afhendingu plastburðarpoka tekur gildi

Ráðist í uppbyggingu innviða á nýfriðlýstum svæðum

Ný gestastofa og starfsstöð náttúruverndarsvæða í Mývatnssveit

24 aðgerðir í átt að hringrásarhagkerfi

Styrkir til fráveituframkvæmda sveitarfélaga

Frumvarp um Hálendisþjóðgarð lagt fram á Alþingi.

Ný metnaðarfull markmið í loftslagsmálum

3 milljarða króna aukning til loftslagsmála