Tuttugu milljóna króna aukaframlag til Neyðarsjóðs SÞ

Share on facebook
Share on twitter

Gífurleg aukin fjárþörf til mannúðarmála leiðir til þess að Neyðarsjóður Sameinuðu þjóðanna (CERF) hefur rúmlega tvöfaldað söfnunarmarkmið sín til mannúðaraðstoðar, úr 450 milljónum bandarískra dala árlega upp í einn milljarð dala fyrir árið 2018. Utanríkisráðuneytið hefur brugðist við neyðarbeiðni sjóðsins með 20 milljóna króna aukaframlagi.