Gífurleg aukin fjárþörf til mannúðarmála leiðir til þess að Neyðarsjóður Sameinuðu þjóðanna (CERF) hefur rúmlega tvöfaldað söfnunarmarkmið sín til mannúðaraðstoðar, úr 450 milljónum bandarískra dala árlega upp í einn milljarð dala fyrir árið 2018. Utanríkisráðuneytið hefur brugðist við neyðarbeiðni sjóðsins með 20 milljóna króna aukaframlagi.