Þróun lausna við loftslagsvanda í opið samráð

Share on facebook
Share on twitter

Framtíðarnefnd forsætisráðherra hefur sett fram spurningar í samráðsgátt stjórnvalda um þróun lausna við loftslagsvandanum. Þar mun almenningi og hagsmunaaðilum gefast kostur á að setja fram sjónarmið sín um hvernig íslenskt hugvit getur tekið forystu við þróun framtíðarlausna á þessu vettvangi og hvernig íslensk stjórnvöld geta komið að því.