Þrír milljarðar í sanngirnisbætur

Share on facebook
Share on twitter

Um er að ræða einstakt verkefni í sögu Íslands, en greiddar hafa verið bætur til hátt í 1200 einstaklinga og nema bótagreiðslur um þremur milljörðum króna. Sanngirnisbætur eru byggðar á rannsókn vistheimilanefndar á árunum 2007-2017 á starfsemi vistheimila og stofnana þar sem börn voru vistuð á síðustu öld. Um er að ræða 11 heimili og stofnanir og fjölmargar undirstofnanir.