Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritaði í janúar 2020 friðlýsingu hluta Þjórsárdals sem landslagsverndarsvæði. Innan svæðisins eru þrír þekktir staðir sem samhliða eru friðlýstir sem náttúruvætti, þ.e. Gjáin, Háifoss og Granni og Hjálparfoss. Um er að ræða fyrstu friðlýsingu í friðlýsingarflokki landslagsverndarsvæða hérlendis. Friðlýsingin er hluti af átaki í friðlýsingum, sjá www.fridlysingar.is