Vegna veikingar krónunnar á undanförnum misserum eru dæmi um að hreyfihamlaðir einstaklingar sem fest hafa kaup á sérútbúnum og dýrum bifreiðum hafi þurft að reiða fram mun hærri fjárhæðir fyrir bifreiðarnar en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir. Styrkirnir námu áður 50-60% af kaupverði bifreiðar, en að hámarki 5.000.000 kr. Eftir 20% hækkun mun fjárhæð styrksins verða að hámarki 6.000.000 kr. Styrkirnir eru veittir á fimm ára fresti vegna sama einstaklings.