Stuðningur aukinn við flóttafólk frá Venesúela

Share on facebook
Share on twitter

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur ákveðið að verja þrjátíu milljónum króna til aðstoðar við flóttafólk frá Venesúela með stuðningi við starfsemi Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna í febrúar 2019. Er það til viðbótar tuttugu milljóna króna framlagi sem var ráðstafað til hjálpar flóttafólki frá Venesúela í samstarfi við SOS-Barnaþorp í lok janúar 2019.