Nefnd um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands skilaði skýrslu sinni um þjóðgarð á miðhálendinu í byrjun desember 2019. Í nefndinni sátu fulltrúar allra þingflokka á Alþingi, Sambands íslenskra sveitarfélaga, umhverfis- og auðlindaráðuneytis og forsætisráðuneytis. Nefndin hóf störf vorið 2018 og grundvallaðist starf hennar á stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar þar sem kveðið er á um að komið skuli á fót þjóðgarði á miðhálendi Íslands.
Í skýrslunni er lagt til að Hálendisþjóðgarður verði á landsvæði sem er í sameign þjóðarinnar, það er þjóðlendum og friðlýstum svæðum sem eru innan miðhálendisins. Við störf nefndarinnar var lögð áhersla á náið samráð við sveitarfélög og helstu hagsmunaaðila