Umhverfis- og auðlindaráðherra stendur nú fyrir sérstöku átaki um friðlýsingar. Í sáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um slíkt átak, þar með talið að friðlýsa svæði í verndarflokki rammaáætlunar og svæði á eldri náttúruverndaráætlunum, að stofna þjóðgarð á miðhálendinu og að beita friðlýsingum sem stjórntæki á viðkvæmum svæðum sem eru undir álagi ferðamanna.
Unnið er að átaksverkefninu í samstarfi umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og Umhverfisstofnunar.