Utanríkisráðuneytið úthlutaði í janúar 2018 55,5 milljónum króna til þriggja verkefna Rauða krossins á Íslandi vegna átakanna í Sýrlandi. Um er að ræða verkefni í þágu sýrlenskra flóttamanna í Líbanon og Tyrklandi en einnig fá bágstaddir heimamenn stuðning í tveimur verkefnanna.