Umhverfismál

Rannsóknir á örplasti og lyfjaleifum í íslensku samhengi

Share on facebook
Share on twitter

Plastrusl mengar höfin allt frá strandsjó til dýpstu hafdjúpa og er þessi mengun vaxandi vandamál. Á síðustu árum hefur sjónum einnig verið beint að umhverfisáhrifum lyfjanotkunar – hvernig lyfjaleifar berast út í umhverfið og dreifast, hvert magn þeirra er og áhrif.

Í því skyni að fá greinargóðar upplýsingar um uppsprettur og losun örplasts og lyfjaleifa hér á landi óskaði umhverfis- og auðlindaráðherra eftir tveimur samantektum þess efnis. Sjávarlíftæknisetrið Biopol á Skagaströnd tók í framhaldinu saman upplýsingar um helstu uppsprettur örplasts á Íslandi og farvegi þess til sjávar og Matís tók saman upplýsingar um lyfjaleifar í íslensku umhverfi, losun út í umhverfið og væntanlegt magn og áhættu.

Meðal niðurstaðna hjá Biopol er að hjólbarðar séu langstærsta uppspretta örplasts hér á landi. Matís leggur til að sjö lyf fyrir menn verði rannsökuð frekar með mælingum við og í nágrenni skólpútrása.

Annar árangur á sama sviði

Áform um friðlýsingu Borgarvogs í Borgarbyggð

Bann við afhendingu plastburðarpoka tekur gildi

Ráðist í uppbyggingu innviða á nýfriðlýstum svæðum

Ný gestastofa og starfsstöð náttúruverndarsvæða í Mývatnssveit

24 aðgerðir í átt að hringrásarhagkerfi

Styrkir til fráveituframkvæmda sveitarfélaga

Frumvarp um Hálendisþjóðgarð lagt fram á Alþingi.

Ný metnaðarfull markmið í loftslagsmálum

3 milljarða króna aukning til loftslagsmála