Velferðarmál

Jafnréttismál

Nýtt neyðarathvarf fyrir konur opnað á Akureyri

Share on facebook
Share on twitter

Nýtt neyðarathvarf fyrir konur var opnað í dag á Akureyri en það verður starfrækt í tilraunaskyni til 30. apríl 2021. Samtök um kvennaathvarf og Bjarmahlíð – þjónustumiðstöð við þolendur ofbeldis standa að opnun neyðarathvarfsins í samvinnu við sveitarfélög á Norðurlandi eystra, félagsmálaráðuneyti og dómsmálaráðuneyti. Opnun athvarfsins er hluti af vinnu aðgerðateymis skipuðu af Ásmundi Einari Daðasyni, félags- og barnamálaráðherra, og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, í þeim tilgangi að stýra og samræma vinnu við útfærslu aðgerða gegn ofbeldi á tímum efnahagsþrenginga og áfalla.

Samhliða starfsemi athvarfsins verður unnin rannsókn á húsnæðisaðstæðum þeirra sem leita til Bjarmahlíðar vegna ofbeldis, bæði meðal þeirra sem þiggja ráðgjöf og þjónustu og þeirra sem dvelja í neyðarathvarfinu.  Framkvæmd rannsóknarinnar verður í höndum starfsmanna Bjarmahlíðar, í samstarfi við Háskólann á Akureyri og sveitarfélögin á Norðurlandi. Að loknu tilraunatímabilinu verður lagt mat á áframhaldandi þörf fyrir neyðarathvarfið.

Annar árangur á sama sviði

Styrkur til Samtakanna ’78

Frumvörp til nýrra jafnréttislaga samþykkt á Alþingi

Lög um sanngirnisbætur til fólks sem á barnsaldri sætti misgjörðum á stofnunum fyrir fötluð börn samþykkt.

Réttindi trans og intersex fólks og barna sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni samþykkt á Alþingi

Ísland setur 90 milljónir í Neyðarsjóð Sameinuðu þjóðanna

Ísland upp um fjögur sæti á Regnbogakortinu

Frítekjumark námsmanna fimmfaldað: Menntasjóður námsmanna kemur til móts við samfélagið

Samtökin ´78 fá styrk til að styðja enn betur við börn og ungmenni

Hlutdeildarlán sem auðvelda tekjulágum einstaklingum að eignast fyrstu íbúð samþykkt á Alþingi