Ný heildarlög um skóga og skógrækt samþykkt á Alþingi

Share on facebook
Share on twitter

Alþingi samþykkti hefur samþykkt ný lög um skóga og skógrækt. Þetta er fyrsta heildarendurskoðun eldri laga sem eru frá árinu 1955 og skiptir miklu máli. Verulegar breytingar hafa orðið á löggjöf og alþjóðasamningum á sviði umhverfismála síðan eldri lögin voru sett. Hér á landi hafa tekið gildi ný lög um náttúruvernd, skipulagsmál og um mat á umhverfisáhrifum.

Auk þess hafa alþjóðasamningar á borð við loftslagssamninginn, samning um vernd líffræðilegrar fjölbreytni og samning um varnir gegn eyðimerkurmyndun, sem allir eru á vegum Sameinuðu þjóðanna, tekið gildi.