Share on facebook
Share on twitter

Ný heildarlög um landgræðslu samþykkt á Alþingi

Ný heildarlög um landgræðslu hafa verið samþykkt á Alþingi og leysa af hólmi löggjöf sem var orðin 53 ára gömul og margoft hafði verið reynt að endurskoða. Nýju lögin marka því tímamót.

Með þeim er tryggð aukin vernd og sjálfbær nýting jarðvegs og gróðurs og endurheimt vistkerfa. Sjálfbær landnýting er leiðarstef í lögunum og til að stuðla að henni er kveðið á um reglulegt mat á ástandi lands og árangri landgræðslustarfsins, að sett skuli viðmið um sjálfbæra landnýtingu og að unnin skuli áætlun um úrbætur þar sem landnýting er ekki sjálfbær. Ákvörðun ítölu í beitiland skal nú taka mið af leiðbeiningum og viðmiðum um sjálfbæra landnýtingu sem sett eru samkvæmt landgræðslulögum. Einnig er í nýju lögunum ákvæði um að sérstaka aðgát skuli sýna til að lágmarka rask á gróðri og jarðvegi og að leitast skuli við að bæta fyrir það með endurheimt sambærilegra vistkerfa.

Önnur afrek á sama sviði

3 milljarða króna aukning til loftslagsmála

Stóraukin framlög í varnir gegn náttúruvá

Lagningu jarðstrengs yfir Kjöl lokið

Aukin framlög til umhverfismála

Aðgerðaáætlun í plastmálefnum gefin út

Kerlingarfjöll og nágrenni friðlýst

Búrfell, Búrfellsgjá og Selgjá friðlýst

Ný aðgerðaáætlun í loftslagsmálum – Ísland uppfyllir skuldbindingar og gott betur

Geysir friðlýstur á þjóðhátíðardegi Íslendinga