Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur kynnt drög að reglugerðarbreytingu sem bannar í raun notkun svartolíu innan íslenskrar landhelgi. Fyrirhugað bann er m.a. liður í að framfylgja aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum, sem og stjórnarsáttmála. Auk tilætlaðs ávinnings fyrir loftslagið er breytingunni ætlað að stuðla að betri loftgæðum við strendur Íslands og hvetja til notkunar á loftslagsvænni orkugjöfum á skipum.