Umhverfismál

Möguleikar hringrásarhagkerfisins kannaðir á Norðurlöndunum

Share on facebook
Share on twitter

Norrænir umhverfis- og loftslagsráðherrar hafa ákveðið að láta kanna þau tækifæri sem felast í hringrásarhagkerfinu og hvaða aðgerðir þarf að ráðast í til að hrinda því í framkvæmd á Norðurlöndunum. Þetta var ákveðið á fundi þeirra sem Ísland stýrði vegna formennsku sinnar í Norrænu ráðherranefndinni.

Rannsóknir sýna jákvæð efnahagsleg áhrif af því að efla hringrásarhagkerfið og vildu norrænu ráðherrarnir láta kanna þetta sameiginlega fyrir Norðurlöndin.

„Auðlindanotkun í heiminum er ekki nægilega sjálfbær. Með því að efla hringrásarhagkerfið minnkum við sóun og förum betur með auðlindirnar okkar um leið og við drögum úr losun gróðurhúsalofttegunda. Samlegðaráhrifin af aðgerðunum eru því mikil,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra en hann stýrði fundinum.

Ísland hefur lagt áherslu á að horft sé til samlegðaráhrifa mismunandi aðgerða sem ráðist er í til að mæta áskorunum í umhverfismálum.

Annar árangur á sama sviði

Áform um friðlýsingu Borgarvogs í Borgarbyggð

Bann við afhendingu plastburðarpoka tekur gildi

Ráðist í uppbyggingu innviða á nýfriðlýstum svæðum

Ný gestastofa og starfsstöð náttúruverndarsvæða í Mývatnssveit

24 aðgerðir í átt að hringrásarhagkerfi

Styrkir til fráveituframkvæmda sveitarfélaga

Frumvarp um Hálendisþjóðgarð lagt fram á Alþingi.

Ný metnaðarfull markmið í loftslagsmálum

3 milljarða króna aukning til loftslagsmála