Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, ákváðu í febrúar 2020 að veita 200 milljónum króna í styrki til uppbyggingar innviða fyrir orkuskipti í samgöngum. Þetta kemur til viðbótar við styrki sem úthlutað var á síðasta ári, en að teknu tilliti til mótframlags styrkþega verður fjárfesting í innviðum vegna orkuskipta alls um milljarður króna á tveimur árum.
Verkefnið er hluti af aðgerðaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum og uppbyggingu innviða vegna orkuskipta í samgöngum.